Pallborðið

Viðtalsþáttur á Vísi þar sem kafað er í mál í brennidepli.

Listen on:

  • Podbean App
  • Spotify

Episodes

Thursday Mar 14, 2024

Fólk út um allan heim veltir því nú fyrir sér hvað hefur drifið á daga Katrínar prinsessu af Wales og á litla Íslandi virðast menn bíða eftir því að nafna hennar Jakobsdóttir stígi undan feldi og tilkynni af eða á um forsetaframboð. Anna Lilja Þórisdóttir, blaðamaður og royalisti, Einar Bárðarsson, plöggari og plokkari, og Stefanía Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri þingflokks Viðreisnar og fyrrverandi forsetaframboðsstýra, mæta til leiks í Pallborðinu í dag til að svara þessum spurningum og fleiri. Hólmfríður Gísladóttir er þáttarstjórnandi þáttar. 

Thursday Feb 08, 2024

Útlendingamálin og staðan sem upp er komin varðandi einstaklinga sem fastir eru á Gasa voru til umræðu í Pallborðinu. Gestir þáttar voru Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra, og Nína Helgadóttir, teymisstjóri í málefnum flóttafólks hjá Rauða krossinum.

Wednesday Jan 31, 2024

Veðurstofa Íslands safnar gríðarlegu magni gagna um veðurfar, jarðhræringar, vatnafar og loftslag, svo eitthvað sé nefnt. Sérfræðingar segja stofnunina hins vegar trega til að deila umræddum gögnum. Fjallað er um málið í Pallborðinu en gestir þáttar eru Haraldur Ólafsson, prófessor við Háskóla Íslands, Dr. Ólafur Rögnvaldsson, stofnandi og eigandi Belgings, og Ingvar Kristinsson, framkvæmdastjóri athuguna- og upplýsingatæknisviðs Veðurstofu Íslands.

Friday Jan 26, 2024

Á Ísland að sniðganga Eurovision? Kiknar RÚV undan þrýstingi og hættir við þátttöku? Breytist allt með þátttöku Palestínumanns í Söngvakeppninni? Stefán Eiríksson útvarpsstjóri, Margrét Kristín Blöndal, tónlistarkona og aðgerðasinni, og Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðingur voru gestir Kristínar Ólafsdóttur í Pallborðinu á Vísi þar sem þátttaka Íslands í Eurovision var til umræðu. 

Wednesday Jan 24, 2024

Stjórnarþingmennirnir Diljá Mist Einarsdóttir Sjálfstæðisflokki, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir Vinstri grænum og Stefán Vagn Stefánsson Framsóknarflokki ræddu stöðuna á stjórnarheimilinu við Heimi Má Pétursson í Pallborðinu á Vísi. 
 

Thursday Jan 18, 2024

Stefán Árni Pálsson fékk Bjarna Fritzson, þjálfara ÍR og fyrrverandi landsliðsmann, og Einar Jónsson, þjálfara Fram, til að spá í spilin og gera upp frammistöðu íslenska liðsins á mótinu til þessa í EM útgáfu af Pallborðinu. 

Wednesday Jan 17, 2024

Leiðtogar stjórnarandstöðuflokkanna mættu til Heimis Más Péturssonar fréttamanns í Pallborðið á Vísi í dag, til að ræða stöðuna í pólitíkinni.

Friday Jan 12, 2024

Ísland mætir Serbíu í fyrsta leik á Evrópumótinu í handbolta. Liðið leikur einnig með Svartfellingum og Ungverjum í riðli. Einar Jónsson, þjálfari Fram, og Bjarni Fritzson, þjálfari ÍR, og fyrrum landsliðsmaður verða gestir Stefáns Árna Pálssonar í Pallborðinu. Þar verður hitað upp fyrir mótið, rætt við íþróttafréttamenn Stöðvar 2 og Vísis sem staddir eru í Munchen í Þýskalandi.

Wednesday Jan 10, 2024

Hólmfríður Gísladóttir stýrir Pallborðinu þar sem Kjaraviðræður, kjarasamningar og möguleg þjóðarsátt voru til umfjöllunar. Gestir þáttarins voru Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, Þórarinn Eyfjörð, formaður Sameykis, og Helgi Pétursson, formaður Landssambands eldri borgara.

Hver tekur við af Agnesi?

Friday Jan 05, 2024

Friday Jan 05, 2024

Hólmfríður Gísladóttir stýrir Pallborðinu þar sem Pétur Markan biskupsritari, séra Jóna Hrönn Bolladóttir og séra Örn Bárður Jónsson eru gestir. Fjallað er um biskupskjör og stöðu þjóðkirkjunnar.

Copyright 2023 All rights reserved.

Podcast Powered By Podbean

Version: 20241125