Wednesday Nov 01, 2023

Íþróttir barna

Æstir foreldrar á hliðarlínunni, meiðsli barna, ofþjálfun og andleg heilsa barna í íþróttum eru á meðal þess sem rætt var um í Pallborðinu í beinni útsendingu á Vísi. Gestir þáttarins voru þau Sif Atladóttir fyrrverandi knattspyrnukona og verkefnastjóri Leikmannasamtaka Íslands, Jón Gunnlaugur Viggósson fyrrverandi handknattleiksmaður, íþróttastjóri, unglingalandsliðsþjálfari og yfirþjálfari hæfileikamótunar Handknattleikssambands Íslands og Sólveig Jónsdóttir fyrrverandi fimleikakona og framkvæmdastjóri Fimleikasambands Íslands. Það var Lillý Valgerður Pétursdóttir fréttamaður sem stýrði Pallborðinu að þessu sinni.

Copyright 2023 All rights reserved.

Podcast Powered By Podbean

Version: 20241125